Jadon Sancho fór heim til Englands á meðan útgöngubann var þar í landi og í Þýskalandi vegna kórónuveirunnar.
Frá þessu segja þýskir miðlar en Sancho er sagður hafa ferðast heim til Englands án leyfis frá Dortmund.
Félagið veit ekki til þess að Sancho hafi ferðast, hið minnsta vill félagið ekki ræða það. Sancho skoraði þrennu í sigri Dortmund um síðustu helgi.
Sancho er sterklega orðaður við Manchester United en þessi tvítugi piltur vill fara frá Dortmund. „Við vitum ekki betur en að Sancho hafi verið í Dortmund síðustu vikurnar,“ sagði Michael Zorc yfirmaður knattspyrnumála hjá Dortmund.
Hann játaði hvorki né neitaði því að Sancho hefði ferðast án leyfis. „Ég hef heyrt að hann hafi verið sendur í sóttkví af okkur eða að hann hafi ekki verið meiddur. Það er tóm þvæla.“