fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Beitir fær stundum að sleppa æfingum þegar hann er á Hellisheiði – Lætur snjallsíma eiga sig

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 11:30

valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beitir Ólafsson markvörður KR er í skemmtilegu spjalli við heimasíðu KR og ræðir komandi tímabil en markvörðurinn var frábær á síðustu leiktíð.

Beitir er fæddur árið 1986 og er því á 34. aldursári. Hann býr með kærustu sinni og á tvö ung börn. Hann stundar atvinnu sem er líklega fremur sjaldgæf meðal knattspyrnumanna en hann rekur verktakafyrirtæki ásamt fjölskyldu sinni. Þar þarf hann oft að vinna líkamlega erfiða vinnu.

„Það fylgir því sveigjanleiki að starfa í fjölskyldufyrirtæki og ráða sér töluvert sjálfur. Einn daginn get ég verið að bisa við að færa til 200 kílóa rör en næsta dag er ég kannski bara í einhverju kósí dútli. Ég reyni að skipuleggja vinnuna þannig að ég sé ekki í svona erfiðum verkefnum daginn fyrir leik, þá miklu frekar daginn eftir leik. Auk þess er þetta þannig að ég vinn sleitulaust yfir veturinn en á sumrin hef ég þetta rólegra. En það hefur alveg komið fyrir að ég hef misst af æfingum út af vinnunni, það er kannski hádegisæfing og ég er staddur uppi á Hellisheiði.“ Þegar Beitir kemst ekki á æfingu er það bætt upp með aukaæfingu í kjölfarið.

Beitir og stjörnublaðamaðurinn Ágúst Borgþór.
valli

Sniðgengur tækniþróunina

Það hefur vakið athygli þeirra sem til þekkja að Beitir á ekki snjallsíma og notar aldrei slík tæki. Minnisblöð prentar hann út og festir á ísskápinn heima hjá sér.

„Ég vel að hverfa nokkur ár aftur í tímann í tækniþróuninni og vinna þar. Ég held að svona 90% af því sem fólk fær sent í gegnum snjalltæki sé bara kjaftæði sem enginn þarf á að halda. Það hjálpar mér að slaka á og halda hugarró að vera laus við svona áreiti. Satt að segja held að flestir hefðu gott af því að vera lausir við þetta þó að ég skilji að auðvitað þurfi sumt fólk á þessu að halda út af vinnu. Og það hefur alveg komið fyrir að ég hafi misst af fundum og þess háttar hjá liðinu af því ég var ekki að fylgjast með tilkynningum í einhveriu appi. En oftast kemur Rúnar skilaboðum til mín sem hinir strákarnir sjá í símunum sínum. Mér finnst líka rosalega fínt að hafa bara allt til minnis á ísskápnum, þá er hægt að skoða það þar, ræða hlutina og skipuleggja sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gústi Gylfa hættir með Leikni eftir að hafa bjargað liðinu frá falli

Gústi Gylfa hættir með Leikni eftir að hafa bjargað liðinu frá falli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mætti í réttarsal í morgun og neitar því að hafa nauðgað konum fimm sinnum

Mætti í réttarsal í morgun og neitar því að hafa nauðgað konum fimm sinnum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum
433Sport
Í gær

Yfirmaður hjá PSG útskýr af hverju félagið henti Donnarumma út

Yfirmaður hjá PSG útskýr af hverju félagið henti Donnarumma út
433Sport
Í gær

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“