Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United er spenntur fyrir því að sjá Bruno Fernandes og Paul Pogba spila saman i fyrsta sinn.
Pogba var meiddur frá því að Bruno kom til United í janúar og þangað til að deildin fór í pásu vegna kórónuveirunnar.
Vonir standa til um að deildin geti farið aftur af stað í júní og að æfingar hefjist eftir nokkra daga.
,,Góðir leikmenn geta alltaf spilað saman, þetta verður spennandi. Við erum með spennandi hóp. Ég er me McTominay, Fred og Matic líka. Það eru margir leikir og ég vonast til að finna tengingu þeirra á milli. Þjálfarateymið hefur rætt þetta síðustu daga.“
,,Bruno hefur komið vel inn og það hefur hjálpað öllum. Svo eru vonandi Pogba og Rashford að snúa aftur. Paul hefur átt erfitt tímabil og Marcus er að koma til baka.“