

Real Madrid hefur ekki efni á því að kaupa stórstjörnu í sumar vegna kórónuveirunnar og áhrifum hennar á fjárhag félagsins.
Sökum þess telja spænskir miðlar að Gareth Bale verði áfram í herbúðum félagsins, Bale er launahæsti leikmaður Real Madrid en Zinedine Zidane hefur viljað losna við hann.
Bale hefur ekki verið spenntur fyrir því að fara enda ekkert lið tilbúið að borga honum sömu laun, Bale er sagður þéna á bilinu 500 til 600 þúsund pund í hverri viku.
Real Madrid hafði ætlað sér stóra hluti á félagaskiptamarkaðnum í sumar en breyttar aðstæður kalla á breytt plön.
Bale er þrítugur og eftir góða byrjun á ferli sínum hjá Real Madird hefur hann upplifað erfiða tíma og stuðningsmenn félagsins vilja hann burt.