Manchester United ætlar ekki að biðja leikmennina hjá félaginu að taka á sig launalækkun, vegna kórónuveirunnar.
Ljóst er að United tapar hið minnsta 20 milljónum punda og miklu meira ef ekki tekst að klára deildina.
Ljóst er að engir áhorfendur verða þegar deildin fer aftur af stað, því þarf United og og önnur félög að endurgreiða miða sem hafa verið keyptir.
Chelsea fundar með leikmönnum sínum núna en félagið biðlar til leikmanna að taka á sig 10 prósenta launalækkun.
Arsenal hefur beðið leikmenn sína um að lækka laun sín um 12,5 prósent í heilt ár og ganga þær viðræður vel.