Forráðamenn Manchester United telja og vona að það hafi tekist að sannfæra Jude Bellingham um að ganga í raðir félagsins. Ensk götublöð halda þessu fram.
Þessi 16 ára leikmaður hefur slegið í gegn hjá Birmingham í næst efstu deild Englands í ár.
Hann hefur fundað með fjölda stórliða síðustu vikur, þar á meðal United og Borussia Dortmund.
Bellingham mætti á æfingasvæði Manchester United á dögunum og fundaði með Ole Gunnar Solskjær og Sir Alex Ferguson.