fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

Knattspyrnumaðurinn sem átti heima í fangelsi – ,,Algjör aumingi sem á ekki heima í íþróttum“

433
Laugardaginn 18. apríl 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Sumir knattspyrnumenn haga sér verr á velli en aðrir og væri hægt að nefna fjölmarga vandræðagemsa sem komu sér í vesen í gegnum tíðina. Einn af þeim er Joey Barton, fyrrum leikmaður Manchester City og Newcastle en hann hefur nú lagt skóna á hilluna.

Barton er flestum kunnur en hann lék lengst með City og stoppaði hjá liðum eins og Newcastle, Queens Park Rangers og Marseille. Barton ákvað að hætta fyrir ári síðan eftir 15 ára feril sem atvinnumaður. Hann lék einn enskan landsleik.

Það er erfitt að nefna marga grófari og vitlausari leikmenn en Barton sem fékk ófá gul og rauð spjöld á skrautlegum ferli. Það sem Íslendingar ættu að muna vel eftir er leikur City og QPR tímabilið 2011-2012 þegar það fyrrnefnda fagnaði Englandsmeistaratitlinum.

Í lokaumferðinni þá fékk Barton rautt spjald gegn sínum fyrrum félögum en hann lék þá með QPR. Guðmundur Benediktsson sá um að lýsa þessum leik en hann er einn af okkar ástsælustu knattspyrnulýsendum.

Barton sló til leikmanns City áður en hann ákvað að sparka í Sergio Aguero eftir að rauða spjaldið fór á loft. Gummi Ben fór á kostum er hann lýsti þessum leik og bauð upp á nokkra gullmola. Hann er alls enginn aðdáandi miðjumannsins.

,,Hann er vitleysingur, fæddur þannig ég verð bara að fullyrða það,“ sagði Gummi um Barton.

,,Hann er gjörsamlega trylltur þessi vitleysingur. Það á að henda þessum manni í fangelsi og ekkert annað. Algjör aumingi sem á ekki heima í íþróttum.“

,,Hunskastu útaf þarna drengvitleysingur. Ég veit ekki hvað er að þessu dýri. Mario Balotelli er bara heilbrigður við hliðina á Joey Barton. Ná í lögregluna, inn í bíl með hann og keyra eitthvað langt í burtu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mamman pirruð á að enginn ræði neitt nema útlit dóttur sinnar

Mamman pirruð á að enginn ræði neitt nema útlit dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fullyrt að fyrstu kaup United í sumar komi strax eftir helgi

Fullyrt að fyrstu kaup United í sumar komi strax eftir helgi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn