Kevin De Bruyne, besti leikmaður Manchester Cityt telur að fjölskylda hans hafi fengið kórónuveiruna.
Frásögn De Bruyne er sönnun þess hversu vel hefur verið staðið að málum hér á landi, De Bruyne og fjölskylda voru ekki prófuð. Hér á landi hefur stór hluti þjóðarinnar verið prófaður og allir með einkenni hafa fengið að fara í próf.
Á Englandi er útgöngubann en í upphafi þess var öll fjölskylda De Bruyne veik. ,,Í upphafi útgöngubannsins var ég og fjölskylda mín veik í átta eða níu daga,“ sagði þessi öflugi miðjumaður.
,,Þetta byrjaði á litla stráknum, svo sá eldri og svo eiginkona mína. Ég veit ekki hvort við vorum með kórónuveiruna.“
,,Við höfum öll náð bata, síðustu vikur hafa verið góðar og við erum að finna taktinn við þessar aðstæður.“