Stefnt er að því að hefja leik í Pepsi Max-deild karla um miðjan júní, frá þessu er sagt í Dr. Football.
Samkvæmt heimildum 433.is er horft til þess að hefja deildina 13 júní, á laugardegi eða 14 júní á sunnudegi.
Hjörvar Hafliðason, eigandi þáttarins sagðist eiga von á því að að deildirnar þar fyrir neðan fari af stað helgina eftir.
Pepsi Max-deild karla átti að hefjast eftir tæpa viku en hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar.
Ekki er leyfilegt að æfa á Íslandi en skipulagðar æfingar geta hafist 4 maí.