Kingsley Coman, leikmaður FC Bayern hefur verið sektaður um 8 milljónir fyrir að mæta til vinnu á McLaren 570S Spider bíl en ekki Audi.
Bayern er með stóran samning við Audi sem á rúm 8 prósent í félaginu, leikmenn verða að mæta á bíl frá Audi til æfinga.
Það er þó í lagi að mæta á VW, Bentley eða Porsche en það er með sömu eigendur í Þýskalandi.
Coman mætti hins vegar til æfingu í vikunni á McLaren 570S Spider, sem kostar vel yfir 30 milljónir.
Fyrir það hefur hann verið sektaður en Coman er 23 ára gamall, leikmenn Bayern verða að mæta á æfingasvæðið í bílum frá Audi.
Leikmennirnir geta átt aðra bíla en aðeins nota þá utan vinnutíma. Fleiri leikmenn Bayern hafa verið sektaðir á þessu tímabili og má nefna Philippe Coutinho sem dæmi.