Enska úrvalsdeildin fundar í dag vegna tímabilsins, ekkert hefur verið spilað í rúman mánuð vegna kórónuveirunnar.
Níu félög í deildinni setja nú mikla pressu á það deildin verði kláruð fyrir 30 júní. Takist það ekki vilja félögin að hætt verði við að klára deildina.
Ástæðan fyrir þeirri dagsetningu er sú að þá renna samningar leikmanna út og leikmenn sem eru á láni eiga að fara aftur til þess félags sem á þá.
Félögin á Englandi telja að það verði erfitt að sannfæra samningslausa leikmenn um að halda áfram, þeir séu ekki tryggðir og fleira í þeim dúr.
Staðfest hefur verið að ef tekst að hefja leik aftur, verði engir áhorfendur á völlunum. Sökum þess verða allir leikir í deildinni í beinni útsendingu.