Mohammad bin Salman, krónprins, Saudí Arabíu er að ganga frá kaupum á Newcastle. Þetta fullyrða ensk blöð.
Mike Ashley hefur lengi viljað selja Newcastle og segja ensk blöð að hann sé klár í að losa sig við félagið fyrir 300 milljónir punda.
Samningur vegna þess er á lokastigi en Bin Salman er sterk efnaður og gæti breytt Newcastle í stórveldi.
Bin Salman á dýrasta húsi í heimi, hann keypti sér höll í París árið 2015 á 230 milljónir punda. Um er að ræða dýrasta hús í heimi. 41 milljarður fyrir þetta ágæta hús.
Húsið er risastórt og þar má finna allan þann lúxus sem fólk vill, tvær sundlaugar, skemmtistaður og ansi stór garður eins og sjá má hér að neðan.
Þá er slökunarherbergi sem er undir vatni, þar er Bin Salman sagður eyða löngum stundum.