Mohammad bin Salman, krónprins, Saudí Arabíu er að ganga frá kaupum á Newcastle. Þetta fullyrða ensk blöð.
Mike Ashley hefur lengi viljað selja Newcastle og segja ensk blöð að hann sé klár í að losa sig við félagið fyrir 300 milljónir punda.
Samningur vegna þess er á lokastigi en Bin Salman er sterk efnaður og gæti breytt Newcastle í stórveldi.
Ensk blöð segja í dag að fyrsta verk Bin Salman verði að reka Steve Bruce úr starfi knattspyrnustjóra.
Sagt er að Bin Salman vilji fá Max Allegri, fyrrum þjálfara Juventus til að taka við. Sá hefur náð mögnuðum árangri á ferli sínum.