Darren Fletcher er mættur til starfa hjá Manchester United, feril hans sem knattspyrnumaður er á enda.
Fletcher yfirgaf Stoke síðasta sumar en hefur ekki samið við nýtt félag.
Hann átti farsælan feril með Manchester United og snýr nú aftur til félagsins. Manchester Evening News segir frá því að Fletcher sé nú sendiherra félagsins.
Félagið á eftir að greina frá þessu en Fletcher mun ferðast um heiminn og mæta á viðburði fyrir félagið.
Mikið af fyrrum leikmönnum félagsins er í svona stöðu, þeir hitta styrktaraðila og stuðningsmenn um allan heim og fá vel greitt fyrir.