Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United segist hafa komið til félagsins til að vinna titla. Hann gerir kröfu á þá leikmenn sem koma til félagsins.
Fernandes var keyptur til United í janúar og hafði blásið lífi í félagið áður en kórónuveiran hafði áhrif á deildina.
,,Ég vil vinna allt, ég kom til Manchester United til að vinna deildina, Meistaradeildina og alt hitt,“ sagði Fernandes.
,,Við vitum hvaða hæfileika Manchester hefur, þetta er ungt lið en við höfum mikil gæði.“
,,Við höfum góða blöndu, ég veit ekki hvað gerist á næstu leiktíð. Manchester er stórt félög og venjulega kaupa stór félög leikmenn.“
,,Sá sem kemur hér inn á bara að einbeita sér að því að vinna, ég vil leikmenn sem eru hungraðir í titla. Þessi hópur í dag er með markmið um að vinna allt.“