Ef marka má frétt Sky Sports News í dag stefnir allt í það að Jesse Lingard, yfirgefi herbúðir félagsins í sumar.
Sky Sports segir að bæði Lingard og Manchester United séu á sama máli, að líklega sé komið að nýrri áskorun á ferli Lingard.
Lingard hefur upplifað erfiða tíma síðasta árið, hann hefur spilað illa og tækifærum hans undir stjórn Ole Gunnar Solskjær fer fækkandi.
Lingard blómstraði árið 2018 en síðan þá hefur hann verið í vandræðum, Lingard verður 28 ára á þessu ári og ætti að vera nálgast sitt besta skeið á ferlinum.
Lingard hefur misst sæti sitt í enska landsliðinu. Hann skipti um umboðsmann fyrir nokkru síðan en hinn umdeildi, Mino Raiola sér nú um hans mál.
Lingard hefur alla tíð verið í herbúðum United en hann kom ungur til félagsins, eftir að hafa verið lánaður hingað og þangað, tókst Lingard að brjóta sér leið inn í lið United árið 2015.