Mohammad bin Salman, krónprins, Saudí Arabíu er að ganga frá kaupum á Newcastle. Þetta fullyrða ensk blöð.
Mike Ashley hefur lengi viljað selja Newcastle og segja ensk blöð að hann sé klár í að losa sig við félagið fyrir 300 milljónir punda.
Samningur vegna þess er á lokastigi en Bin Salman er sterk efnaður og gæti breytt Newcastle í stórveldi.
Salman hefur mikinn áhuga á fótbolta og er sagður vilja keppa við Manchester City, það á sér dýpri rætur. Sheikh Mansour er frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum en löndin eru nálægt hvor öðrum.
Ensk blöð ákváðu að bera saman Salman og Mansour þegar kemur að fjármunum og eignum. Alvöru tölur.
Fjölskylda Salman er talsvert ríkari en fjölskylda Mansour en sjálfur er Mansour ríkari en Bin Salman.