fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Hörður upplifði hálfgert einelti á Englandi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. apríl 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu hefur gert það gott í tæp tvö ár með stórliði, CSKA Moskvu í Rússlandi. Hörður gekk í raðir félagsins, sumarið 2018.

Áður lék þessi örfætti varnarmaður hjá Bristol City, í næst efstu deild á Englandi. Þar upplifði Hörður bæði góða og slæma tíma.

Hann ræddi þennan tíma við Ríkharð Óskar Guðnason á Stöð2 Sport í gær, miðað við frásögn Harðar upplifði hann hálfgert einelti frá Lee Johnson, þjálfara liðsins.

„Hann var búinn að taka mig rosalega mikið fyrir og setja mig upp við vegg og kenna mér um mörg mörk sem komu ekki einu sinni nálægt mér,“ sagði Hörður á Stöð2 Sport í gær

Hörður segir að þessi hegðun Johnson hafi gert honum auðveldara með að koma sér burt frá félaginu.

,,Hann þurfti að stilla einhverjum upp við vegg og hann tók mig. Ég var með breitt bak og hélt áfram en þetta gaf mér meira tækifæri til að koma mér í burtu sem fyrst. Ég vildi ekki missa þetta tækifæri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja yfir sjónvarpinu í kvöld – „Vantaði eldhúsvaskinn til að henda fram“

Þetta hafði þjóðin að segja yfir sjónvarpinu í kvöld – „Vantaði eldhúsvaskinn til að henda fram“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sverrir Ingi sár og svekktur en hefur þessi skilaboð – „Á næstu árum sjáum við þetta lið á stórmótum“

Sverrir Ingi sár og svekktur en hefur þessi skilaboð – „Á næstu árum sjáum við þetta lið á stórmótum“
433Sport
Í gær

Myndbirting Eggerts Magnússonar vekur mikla athygli – Frá boltastrák í samherja

Myndbirting Eggerts Magnússonar vekur mikla athygli – Frá boltastrák í samherja
433Sport
Í gær

Áhyggjuefni hjá Arsenal – Einn besti maður liðsins gæti verið frá næstu vikurnar

Áhyggjuefni hjá Arsenal – Einn besti maður liðsins gæti verið frá næstu vikurnar