Marouane Fellaini, leikmaður Shandong Luneng í Kína hefur verið útskrifaðu af spítala eftir þriggja vikna baráttu við kórónuveiruna.
Fellaini greindist með veiruna 22 mars en veiran er á niðurleið í Kína eftir langa og erfiða baráttu.
Fellaini er við ágætis heilsu en þarf að dvelja heima hjá sér í tvær vikur í sóttkví.
Þessi hárprúði Belgi fluttist til Kína fyrir ári síðan eftir að hafa leikið með Manchester United.
Fellaini er eini leikmaðurinn í úrvalsdeildinni í Kína sem greinst hefur með veiruna svo vitað sé.