fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
433Sport

Hefur aldrei viljað ræða málið í fjölmiðlum en sakar Hjört um að fegra sína hlið

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það átti sér stað nokkuð frægt atvik í efstu deild á Íslandi árið 2006 þegar ÍA og Keflavík áttust við, þar var hart barist en Hjörtur Júlíus Hjartarson, þá framherji ÍA, og Guðmundur Mete, þá varnarmaður Keflavíkur, tókust á. Heitt var í kolunum og voru báðir aðilar bornir þungum sökum. Hjörtur ræddi málið í Kastljósi þetta sama ár. ,,Hann lofar mér því að næst þegar ég komi nálægt honum eða inn í teiginn þá muni hann stúta mér og fótbrjóta mig eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta heldur eitthvað svona áfram þangað til hann byrjar að kalla móður mína hóru og þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem hann kallar þetta á leikmenn Skagaliðsins. Hann gerði þetta líka við Bjarka Frey í Keflavík og þar sagðist hann líka ætla að gera ákveðna hluti við hann eftir leikinn,“ sagði Hjörtur í Kastljósi árið 2006.

Eftir þessi orð Guðmundar kallaði Hjörtur hann Tyrkjadjöful og sagði að best væri fyrir hann að fara heim. Faðir Guðmundar er Tyrki. ,,Fyrir það fyrsta þá gekk ég alltof langt í mínum orðum og ég iðrast þess mjög og bið Guðmund innilega afsökunar á því sem ég sagði við hann. En það er rétt að ég kallaði hann Tyrkjadjöful og sagði honum að best væri fyrir hann bara að drulla sér heim. Ég viðurkenni það fúslega og ég sé mjög eftir því. Ég verð bara að taka þeim gjörðum mínum og þeim orðum sem ég lét falla.“

Mikill hiti var í kringum Guðmund: „Ætlaði að bíða eftir mér á bílastæðinu og drepa mig“

Guðmundur hefur aldrei viljað ræða málið við fjölmiðla en hann settist niður með Hafliða Breiðfjörð á Fótbolta.net.á dögunum, þar ræðir hann málið en gefur þó lítið meira upp en áður hefur komið fram. ,,Sóknarmaðurinn kemur inn á, kolklikkaður. Hjörtur var kolvitlaus á bekknum áður en hann kom inn, svo gerist þetta atvik,“ sagði Guðmundur við Hafliða á Fótbolta.net.

Málið var lengi á forsíðum fjölmiðla en Guðmundur sagði aldrei orð, hann lagði ekki fram neina kæru vegna þess. ,,Það er alltaf verið að rifja þeta upp, það er mikilvægt að það komi fram að ég kærði aldrei neitt. Það sem gerist á vellinum, er á vellinum. Ég tjáði mig aldrei í fjölmiðlum eftir þetta.“

Guðmundur ólst upp í Svíþjóð og segist vera vanur að heyra ljót orð um sig. ,,Ég hef verið kallaður öllum fjandanum út í Malmö, þetta fer ekkert í taugarnar mér. „

Eins og fram hefur komið gerði Hjörtur málið upp í Kastljósi, þangað var Guðmundi ekki boðið. ,,Mér var ekki boðið í þann þátt, ég og knattspyrnudeild Keflavíkur vildum ekki rekja málið í fjölmiðlum. Það leið varla sá dagur að hinn aðilinn (Hjörtur) birtist með mismunandi útgáfur af sinni hlið. Ég held að ég hafi tapað á þessari nálgun minni. Mannorð mitt, á meðan hann var að tjá sig í fjölmiðlum og ég hélt kjafti. Hann fegraði sína hlið.“

,,Ég ætla ekkert að tjá mig, hann verður að gera það upp við sig hvort það hafi verið rétt að blása þetta upp í fjölmiðlum,“ sagði Guðmundur að lokum við Fótbolta.net.

Mikill hiti var í kringum Guðmund: „Ætlaði að bíða eftir mér á bílastæðinu og drepa mig“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vardy að fá tilboð úr ensku úrvalsdeildinni

Vardy að fá tilboð úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rory McIlroy mættur í Baskaland fyrir kvöldið

Rory McIlroy mættur í Baskaland fyrir kvöldið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn United hittu Amorim á óvæntum stað í morgun

Stuðningsmenn United hittu Amorim á óvæntum stað í morgun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United gæti verið að fá væna summu ef kaup Real Madrid ganga í gegn

United gæti verið að fá væna summu ef kaup Real Madrid ganga í gegn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir landslið leiðinlegasta fólks á Íslandi í herferð með blaðamann sem gerir endalausar fréttir með sér í liði

Segir landslið leiðinlegasta fólks á Íslandi í herferð með blaðamann sem gerir endalausar fréttir með sér í liði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld
433Sport
Í gær

Myndband: Hraunaði yfir blaðamann – „Þú veldur mér miklum vonbrigðum“

Myndband: Hraunaði yfir blaðamann – „Þú veldur mér miklum vonbrigðum“
433Sport
Í gær

Þetta eru grófustu leikmenn Bestu deildarinnar hingað til

Þetta eru grófustu leikmenn Bestu deildarinnar hingað til