Neymar, einn tekjuhæsti og frægasti knattspyrnumaður heimsins hefur gefið grænt ljós á nýtt ástarsamband móður sinnar. Nadine Goncalves, móðir Neymar er 52 ára en kærastinn hennar er 30 árumm yngri.
Tiago Ramos er nýr unnusti Nadine en hann er sex árum yngri en sonur hennar, Neymar. Sambandið hefur vakið mikla athygli í Brasilíu.
Nadine og Wagner Ribeiro, faðir Neymar skildu árið 2016. Þau höfðu verið saman í 25 ár þegar þau fóru í sitthvora áttina. Nadine birti mynd af nýja kærastanum í gær og Neymar var fljótur að skrifa undir myndina. ,,Vertu hamingjusöm, ég elska þig mamma,“ skrifaði Neymar við myndina af mömmu sinni að smella kossi á Ramos.
Ramos hefur lengi haldið með Neymar og skrifaði færslu árið 2017 þar sem hann sagðist vonast til að hitta stjörnuna einn daginn, það gerðist svo í janúar þegar Ramos mætti með mömmu Neymar í afmæli hans.