Real Madrid hefur áhuga á að kaupa Sadio Mane í sumar ef marka má ensk götublöð. Ólíklegt er að Liverpool vilji selja hann. Ensku blöðin segja hins vegar að Liverpool gæti horft til þess að fá Kylian Mbappe frá PSG til að fylla skarð hans.
Mbappe hefur reglulega verið orðaður við Liverpool en ljóst er að PSG setur háan verðmiða á kappann.
Mbappe hefur áhuga á að fara frá PSG en Real Madrid hefur einnig skoðað þann möguleika að kaupa hann. Ensk blöð segja að Liverpool gæti skoðað það að selja Mane á 150 milljónir punda ef hægt væri að kaupa Mbappe.
Diego Carlos, varnarmaður Sevilla er einngig orðaður við Liverpool. Marca nefnir að Liverpool fylgist náið með framgangi Carlos.
Þá er Jurgen Klopp sagður hafa mikinn áhuga á Boubakary Soumare, 21 árs miðjumanni Lille.
Gæti þetta orðið byrjunarlið Liverpool á næstu leiktíð?