Meistaraflokkar í knattspyrnu geta byrjað æfingar í fjögurra manna hópum þann 4 maí, þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.
Þá hefst aflétting á samkomubanni en íþróttaæfingar hafa verið bannaðar síðustu vikur, þremur til fjórum vikum síðar verður þetta samkomubann endurskoðað.
Félög geta því líklega ekki hafið eðlilegar æfingar fyrr en í lok maí og líklegt að boltinn á Íslandi fari ekki að rúlla fyrr en í fyrsta lagi seint í júní.
Börn geta einnig hafið æfingar undandyra en hámarki verða 50 í þeim hópum.
Reglur um æfingar:
– Ekki fleiri en fjórir einstaklingar æfa eða leika saman
– Snertingar eru óheimildar og halda skal tveimur metrum á milli einstklinga.