fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Mikill hiti var í kringum Guðmund: „Ætlaði að bíða eftir mér á bílastæðinu og drepa mig“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 3. apríl 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Það átti sér stað nokkuð frægt atvik í efstu deild á Íslandi árið 2006 þegar ÍA og Keflavík áttust við, þar var hart barist en Hjörtur Júlíus Hjartarson, þá framherji ÍA, og Guðmundur Mete, þá varnarmaður Keflavíkur, tókust á. Heitt var í kolunum og voru báðir aðilar bornir þungum sökum. Hjörtur ræddi málið í Kastljósi þetta sama ár. ,,Hann lofar mér því að næst þegar ég komi nálægt honum eða inn í teiginn þá muni hann stúta mér og fótbrjóta mig eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta heldur eitthvað svona áfram þangað til hann byrjar að kalla móður mína hóru og þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem hann kallar þetta á leikmenn Skagaliðsins. Hann gerði þetta líka við Bjarka Frey í Keflavík og þar sagðist hann líka ætla að gera ákveðna hluti við hann eftir leikinn,“ sagði Hjörtur í Kastljósi árið 2006.

Eftir þessi orð Guðmundar kallaði Hjörtur hann Tyrkjadjöful og sagði að best væri fyrir hann að fara heim. Faðir Guðmundar er Tyrki. ,,Fyrir það fyrsta þá gekk ég alltof langt í mínum orðum og ég iðrast þess mjög og bið Guðmund innilega afsökunar á því sem ég sagði við hann. En það er rétt að ég kallaði hann Tyrkjadjöful og sagði honum að best væri fyrir hann bara að drulla sér heim. Ég viðurkenni það fúslega og ég sé mjög eftir því. Ég verð bara að taka þeim gjörðum mínum og þeim orðum sem ég lét falla.“

Hjörtur hélt því fram að eftir þessi orð sín hafi komið morðhótun frá Guðmundi. „Þá segir hann við mig. „Jæja, ok, við skulum bara útkljá þetta mál eftir leikinn. Þá skulum við bara hittast og þá ætla ég að drepa þig.“ Hjörtur fékk tveggja leikja bann frá KSÍ fyrir fordóma sína en Guðmundur eins leiks bann.

Guðmundur sakaður um líflátshótun:
Málið vakti mikla athygli en Daníel Hjaltason, þá leikmaður Víkings sagði frá sínum samskiptum við Guðmund Mete.

,,Ég stend við það sem ég skrifaði,“ sagði Daníel við Fréttablaðið en hann hafði skrifað bloggfærslu eftir málið í leik ÍA og Keflavík.

,,Það var kannski of mikið að kalla hann asna en að öðru leyti er frásögnin rétt. En ég man nú ekki af hverju þetta byrjaði allt saman. Ég held að ég hafi beðið um aukaspyrnu á hann og hann hafi móðgast svona agalega. Þá byrjaði hann að segja að hann ætlaði að drepa mig og fótbrjóta mig og fleira í þeim dúr.


Bloggfærsla Daníels:
„Oft hafa menn hótað að fótbrjóta mig í leik en alltaf í einhverjum æsingi og í hita leiks. Þeir hafa aldrei staðið við það eða einu sinni verið nálægt því. Einn hótaði mér því sallarólegur og yfirvegaður. Hann ætlaði einnig að bíða eftir mér á bílastæðinu eftir leik og drepa mig. Hann kallaði mig einnig aumingja og lélegan leikmann. Kemur næst Mete. Hann kleip líka á mig risamarblett og barði mig í bringuna af öllu afli.“

„Guðmundur V. Mete er asni. Mér er alveg sama þó pabbi hans sé útlendingur. Það er ekki ástæðan fyrir því að hann er asni. Þetta er maður sem klípur þig svo fast í síðuna að hann þarf að gretta sig á meðan hann gerir það því átakið er svo mikið. Hann kemur viljandi 1,5 sek of seint í tæklingu til að geta meitt þig. Og síðast en ekki síst þá er hann alveg til í að gefa þér olnbogaskot þegar dómarinn horfir eitthvað annað. Hann stígur fram þegar boltinn fer fram og hamrar í bringuna á þér af öllu afli með engu tilliti til þess hversu hættulegt þetta er eða hversu óíþróttamannslegt. Þú endar leik með verk í kassanum, hásinunum og marbletti á síðunni og ef þú missir stjórn á skapi þínu þá endar þú leikinn með rautt spjald líka en fíflið hangir inná af því hann er búinn að æfa þessi skítabrögð svo lengi að hann er orðinn góður í að fela þau.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Frá Birmingham til Rómar

Frá Birmingham til Rómar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór spurður út í erfiðan mánuð og gagnrýnina – „Finnst þú ósanngjarn gagnvart hinum almenna Blika“

Halldór spurður út í erfiðan mánuð og gagnrýnina – „Finnst þú ósanngjarn gagnvart hinum almenna Blika“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eyðir öllu sem tengist vinnuveitendum hans af samfélagsmiðlum

Eyðir öllu sem tengist vinnuveitendum hans af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina
433Sport
Í gær

Svara harðorðri færslu Isak – Engin loforð voru gefin

Svara harðorðri færslu Isak – Engin loforð voru gefin
433Sport
Í gær

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum