fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Birki var bannað að yfirgefa Ítalíu: 900 létust á einum sólarhring – „Er í dag­legu sam­bandi við fjöl­skyldu mína“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Bjarnason er fastur á Ítalíu og fékk ekki leyfi frá Brescia til að ferðast heim til Íslands á meðan kórónuveiran herjar á Ítalíu. Birkir ræðir málið við Morgunblaðið í dag.

Þessi frábæri miðjumaður gekk í raðir Brescia í janúar en óvíst er hvenær hægt verður að spila fótbolta aftur, þar í landi. Ítalía er það land sem hefur fundið hvað mest fyrir áhrifum veirunnar, algjört útgöngubann er í landinu.

„Ég reyndi að kom­ast heim til Íslands þegar far­ald­ur­inn var að byrja hérna á Ítal­íu en það gekk ekki eft­ir. Ég fékk ekki leyfi frá klúbbn­um til að ferðast og ég get al­veg viður­kennt það að þetta er ekki beint óskastaða að vera svona ná­lægt þunga­miðjunni þar sem þetta allt er að ger­ast ein­hvern veg­inn,“ segir Birkir við Morgunblaðið.

,,Ég er bara hálf­tíma frá þess­um stöðum sem hafa orðið einna verst úti vegna veirunn­ar en maður reyn­ir að gera sitt besta í að fara eft­ir öll­um til­mæl­um. Ég er í dag­legu sam­bandi við fjöl­skyldu mína sem hef­ur vissu­lega áhyggj­ur af stöðunni.“

Birkir segist varla geta hugsað út í fótbolta og bendir á tölur um andlát á einum sólarhring.

,,Það lét­ust um 900 manns á ein­um sól­ar­hring hérna um dag­inn og núna er í raun talað um að út­göngu­bannið, sem á að renna úr gildi á föstu­dag­inn, verði lengt áfram fram í maí eða jafn­vel júní. . Í sann­leika sagt finnst mér erfitt að hugsa um fót­bolta núna ef við horf­um til alls þess sem er að ger­ast í land­inu. Það eru aðrir hlut­ir í gangi sem eru mun mik­il­væg­ari en fót­bolt­inn og heilsa fólks verður alltaf að vera í fyrsta sæti,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur