Harry Kane, framherji Tottenham og stjarna liðsins hefur staðfest að hann skoði það að yfirgefa félagið. Kane segist fara ef Tottenham heldur ekki áfram að bæta sig sem lið.
Kane hefur talsverðan metnað fyrir því að vinna titla. Telegraph sagði frá því á dögunum að hann vildi yfirgefa Tottenham.
Tottenham telur sig hins vegar geta haldið í Kane, félagið telur að enginn muni borga þær 200 milljónir punda sem félagið vill. Frá þessu greina ensk blöð í dag.
,,Ég get ekki sagt já eða nei, ég elska Spurs og mun alltaf elska Spurs. Ég hef alltaf sagt það, ef við erum ekki að bæta okkur sem lið og á leið í rétta átt. Þá verð ég ekki bara hérna til að vera áfram,“ sagði Kane.
,,Ég hef metnað, ég vil bæta mig, ég vil verða betri. Ég vil verða einn sa besti. Þetta fer allt eftir framgangi Spurs, það er ekki öruggt að ég verði alltaf hérna en það er ekki útilokað heldur.“