fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
433Sport

Allir hjá Val tak á sig launalækkun út árið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 12:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnufélagið Valur tilkynnir að vegna Covid19 faraldursins þá þarf félagið að bregðast við nýjum og erfiðum aðstæðum til að vernda starfsemi félagsins. Ljóst er að á meðan kórónuveiran geisar mun hún hafa gríðarleg áhrif á fjárhag íþróttafélaga um allan heim og er Valur þar á meðal.

Leikmenn, þjálfarar og starfsmenn hafa að eigin frumkvæði boðist til að taka á sig launalækkun út almanaksárið 2020 og tekur nýtt og breytt fyrirkomulag við frá og með næstu mánaðamótum.

Engin starfsemi hefur verið hjá Val frá því samkomubannið var sett var á og hefur það haft töluverðan tekjumissi í för með sér og mun hafa langtímaáhrif á rekstur félagsins. „Leikmenn okkar, þjálfarar og starfsmenn vita hver staðan er, þetta er þeirra vinna og þeir hafa sett sig vel inní málin og eru meðvitaðir um ástandið hjá íþróttaheiminum nú um stundir. Þeir hafa því boðist til að skerða laun sín ef það verður til þess að hjálpa félaginu sínu að komast í gegnum þetta“ sagði E.Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals.

„Það kom ekkert annað til greina en að standa með félaginu okkar og okkur sjálfum á þessum erfiðu tímum, eins og einn góður maður sagði; Valur er ekkert annað en ég og þú og allir hinir. Liðsheildin okkar er sterk og einstök samkennd er í hópnum og menn eru tilbúnir allir sem einn að rétta fram hjálparhönd enda stefnum við allir og öll í sömu átt“ sagði Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals.

,,Valur er svo nærri okkur öllum að það var algjör einhugur um að gera það sem þarf til svo að félagið komi heilt út úr þessum óvæntu og óvægnu aðstæðum sem uppi eru út um allan heim,“ sagði Elísa Viðarsdóttir leikmaður Vals.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Onana setti mjög óheppilegt met gegn Tottenham – Sá fyrsti í sögunni

Onana setti mjög óheppilegt met gegn Tottenham – Sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Á meiri möguleika á HM eftir komu Ancelotti

Á meiri möguleika á HM eftir komu Ancelotti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Halda því fram að hann vilji ganga burt frá sjö ára samningi – Hefur verið að skoða fasteignir með frúnni

Halda því fram að hann vilji ganga burt frá sjö ára samningi – Hefur verið að skoða fasteignir með frúnni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

38 ára gamall Vardy orðaður við mjög áhugavert skref

38 ára gamall Vardy orðaður við mjög áhugavert skref