fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Heimir biður alla Íslendinga um að fara vel með Víði: „Bara til eitt svona eintak í heiminum“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 30. mars 2020 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og þjálfari Al-Arabi í Katar hefur beðið Íslendinga um að fara vel með Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn.

Víðir hefur orðið að óskabarni þjóðarinnar nú þegar kórónuveiran herjar á landið, hann hefur stýrt aðgerðum og gert vel að flestra mati.

Víðir starfaði með Heimi hjá íslenska landsliðinu en þar var hann öryggisstjóri KSÍ. Þá ólust þeir félagar saman upp í Vestmannaeyjum.

„Það er bara til eitt svona eintak í heiminum. Farið þið vel með þennan mann, hann þarf líka á hvíldinni að halda þessi maður til þess að hann geti haldið áfram að standa sig eins vel,“ sagði Heimir í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Víðir hefur sagt á síðustu vikum að hann horfi upp til Heimis og hvernig hann fær fólk til að vinna saman.

„Hann kemur af þessum undursterka 1967 árgangi frá Vestmannaeyjum. Þetta eru sterk eintök,“

Viðtalið við Heimi er í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona