fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Mikael gefur helminginn af laununum til baka: Hart í ári hjá öllum – ,,Tel það bara vera mína skyldu“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 24. mars 2020 19:52

Mikael Nikulásson, sparkspekingur og þjálfari KFA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, hefur ákveðið að gefa helming launa sinna í mars og líklega apríl til að hjálpa félaginu á erfiðum tímum.

Mikael greindi sjálfur frá þessu en hann er iðulega í eyrum landsmanna í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Það eru erfiðir tímar í gangi hjá íslenskum félögum en það er lítið sem ekkert æft eftir útbreiðslu kórónaveirunnar.

Mikael vill leggja sitt af mörkum til að hjálpa félaginu og ræddi ákvörðunina í samtali við Vísi.

,,Ég tel það bara vera mína skyldu, við höfum ekki æft í rúma viku og ég sé ekki fram á að fyrsta æfing verði fyrr en vonandi 15. apríl,“ sagði Mikael.

,,Á þessum mánuðum er ég ekki að fara á neinar æfingar, ég set upp prógram fyrir strákana og þarf ekki að keyra til Keflavíkur og æfi ekkert frekar en aðrir.“

,,Það er hart í ári hjá öllum og ég tel að ég sé að leggja mitt af mörkum til að hjálpa til að halda þeim leikmönnum sem við sömdum við fyrir sumarið.“

,,Við erum með tvo útlendinga sem kosta og ég vil halda þeim. Ég er að gefa helminginn af laununum mínum fyrir mars og væntanlega apríl líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins