Zlatan Ibrahimovic segist vera mun verri leikmaður í dag en hann var upp á sitt besta.
Zlatan er kominn til AC Milan á nýjan leik eftir dvöl hjá Manchester United og síðar LA Galaxy.
Hjá United meiddist Zlatan illa en náði að jafna sig af því og raðaði inn mörkum með Galaxy.
,,Ég er í lagi og hef æft mikið. Ég hef ekki snert bolta ennþá en ég tel að ég sé reiðubúinn í að spila,“ sagði Zlatan.
,,Ég er miklu verri leikmaður en áður. Áður en ég meiddist þá hugsaði ég mikið um framtíðina.“
,,Eftir að hafa jafnað mig þá var ég bara ánægður með að fá að spila knattspyrnu á ný.“