Manchester United er að íhuga að reyna við varnarmanninn Diego Godin í enn eitt skiptið í sumar.
Frá þessu greina erlendir miðlar í kvöld en Godion kom til Inter Milan frá Atletico Madrid í sumar.
Godin er 34 ára gamall en United reyndi að fá hann í sínar raðir frá Atletico í mörg, mörg ár.
United hefur enn áhuga á að semja við Godin sem er einn allra reynslumesti varnarmaður Evrópu.
Godin er samningsbundinn Inter til ársins 2022 en ólíklegt þykir að hann klári þann samning.