Arsenal hefur sett 50 milljóna punda verðmiða á Pierre-Emerick Aubameyang, framherja félagsins. Þessu halda fjölmiðlar á Spáni fram.
Aubameyang er sagður vilja fara frá Arsenal í sumar en Barcelona vill fá hann í framlínu félgsins.
Aubameyang hefur raðað inn mörkum fyrir Arsenal en framherjinn frá Gabon á bara ár eftir af samningi sínum í sumar.
Arsenal ætlar að selja Aubameyang ef hann framlengir ekki. Ensk götublöð segja að þrjú stórlið vilja kaupa framherjann frá Gabon.
Sagt er að PSG, Manchester og Barcelona vilji öll kaupa Aubameyang í sumar.