Jose Mourinho, stjóri Tottenham, er góðhjartaður og lætur kórónaveiruna ekki stöðva sig.
Eins og flestir vita þá er búið að fresta leikjum í öllum stærstu deildum heims vegna veirunnar.
Mourinho finnur sér þó eitthvað að gera og hefur boðist til að hjálpa eldra fólki sem er í einangrun heima hjá sér.
Mourinho bauðst til þess að fara með mat heim til fólks í London og er í góðgerðarstarfi eins og fjölmargir aðrir.
Myndir af þessu má sjá hér.
❤️ Massive respect for José Mourinho who today was out delivering food to a charity that helps elderly people who are struggling due to the Coronavirus pandemic! pic.twitter.com/eDzWjXnInR
— CheekySport (@CheekySport) 23 March 2020