Roberto Mancini, þjálfari Ítalíu segir það eins og helvíti á jörðu að fylgjast með hermönnum flytja lík og líkkistur. Svo slæmt er ástandið á Ítalíu.
Í Bergamo héraðinu á Ítalíu er ástandið vegna kórónuveirunnar slæmt, mikill fjöldi fólks lætur lífið á hverjum degi.
Herinn hefur verið kallaður út og keyrir með lík og líkkistur í önnur héröð til að brenna líkin. ALlt er yfirfullt af látnu fólki og líkkistum í Bergamo.
Herinn keyrir því á milli sjúkrahúsa með kistur og lík. ,,Ég óttast um foreldra mína, þeim líður þó vel,“ sagði Mancini.
,,Að sjá bíla frá hernum keyra um Bergamo með lík og líkkistur var eins og högg í andlitið. Þetta er eins og helvíti á jörðu.“