Wayne Rooney, leikmaður Derby, segir að Liverpool þurfi að fá enska meistaratitilinn fyrir þetta tímabil frekar en að leiktíðin verði núlluð út.
Það er ekkert spilað á Englandi vegna kórónaveirunnar og er talað um að tímabilið verði aldrei klárað.
Rooney er goðsögn Manchester United en hann segir að það komi ekkert annað til greina en að láta Liverpool fá sinn fyrsta titil í ensku úrvalsdeildinni.
,,Liverpool mun vinna ensku úrvalsdeindina, þeir hafa verið stórkostlegir,“ sagði Rooney.
,,Þeir hafa sett svo mikið í þetta og eiga titilinn skilið. Getiði ímyndað ykkur að eftir 30 ár þá yrði titillinn tekinn af þeim svona? Það þarf að taka rétta ákvörðun.“