Luka Jovic, leikmaður Real Madrid, á skilið að fara í fangelsi eins og aðrir ef hann er fundinn sekur um að hafa brotið lög.
Þetta segir faðir hans Milan Jovic en Luka ákvað að ferðast til heimalandsins, Serbíu, nýlega er hann átti að vera í sóttkví eins og aðrir.
Jovic hefur verið gagnrýndur af forseta landsins sem hefur hótað kærum vegna hegðun leikmannsins.
,,Luka hefur farið í tvö próf og þau hafa bæði komið til baka neikvæð,“ sagði Milan við Puls Online.
,,Þess vegna hélt hann að hann mætti fara til Serbíu. Nú er eins og hann sé stór glæpamaður, ef hann fer í fangelsi, þá fer hann þangað.“
,,Ég er alveg sammála forsetanum og forsetisráðherranum en aðeins ef sonur minn er sekur.“