Burnley hefur tekið ákvörðun um að leikmenn félagsins verði heima hjá sér til hið minnsta, 6 apríl.
Félagið gaf út yfirlýsingu í dag en liðið æfði síðast saman á þriðjudag í síðustu viku.
Kórónuveiran herjar á England af miklum krafti og er enska úrvalsdieldin í fríi, til hið minnsta 30 apríl.
Leikmenn Burnley fengu æfingaáætlun með sér heim svo þeir haldist í formi, Jóhann Berg Guðmundsson er á meðal leikmanna Burnley.
Jóhann er að jafna sig eftir meiðsli en pásan kom á ágætis tíma fyrir hann, til að komast í form á nýjan leik.