Inter MIlan ætlar sér ekki að nýta forkaupsrétt sinn á Alexis Sanchez, hann er í láni hjá félaginu frá Manchester United.
Sanchez hefur ekki staðið undir væntingum hjá Inter en ólíklegt er að United vilji fá hann til baka.
Líklegt er að Sanchez verði seldur í sumar ef einhver getur borgað laun hans, sem eru þau hæstu í ensku úrvalsdeildinni.
Sanchez hefur verið talsvert meiddur hjá Inter og ekki fundið taktinn.
United borgar um helming launa hans í dag sem eru 32 milljónir á viku, það gæti reynst félaginu erfitt að losna við hann af launaskrá.