Ashley Cole, goðsögn Chelsea, vill sjá hans fyrrum félag semja við bakvörðinn Ben Chilwell í sumar.
Samkvæmt Cole þá er Chilwell stuðningsmaður Chelsea en hann leikuri í bakverðinum hjá Leicester City.
,,Ég myndi elska það að sjá hann hérna. Hann er gæðaleikmaður og ég hef heyrt að hann sé stuðningsmaður Chelsea,“ sagði Cole.
,,Ég væri til í að sjá hann koma. Þetta er stór ákvörðun fyrir félagið en ég er viss um að hann sé nógu góður.“
,,Það veltur á því hvort hann vilji yfirgefa Leicester eða hvort þeir selji hann – félögin þurfa að ræða það.“