Franska deildin mun ekki byrja fyrr en mögulega 15. júní næstkomandi að sögn forseta deildarinnar, Bernard Caiazzo.
Þann 13. mars var deildinni frestað vegna kórónaveirunnar en stefnt var á að taka mánaðar pásu.
Samkvæmt Caiazzo verður það ekki raunin og er stefnt að því að hefja keppni aftur í sumar.
,,Það er mikilvægt að klára mótið sama hvað það kostar, jafnvel þó að það byrji aftur í júlí eða ágúst,“ sagði Caiazzo.
,,Eins og staðan er þá eru öll félög að tapa um 250 milljónum evra á mánuði og við getum ekki spilað þar til því er snúið við. Þar að segja í júlí-ágúst, sem fyrst þann 15. júní.“