fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Eldar loga á Seltjarnarnesi: Var Kristján rekinn fyrir að spila ekki syni formannsins? – „Lögfræðingar komnir í málið“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. mars 2020 14:32

Birgir, formaður Gróttu t.v og Kristján til hægri. Það eru læti á Nesinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Daði Finnbjörnsson, var rekinn úr starfi sem yngri flokka þjálfari Gróttu í janúar. Ef marka má hlaðvarpsþáttinn Dr. Football í dag, er uppsögn hans afar umdeild. Sagt er að Kristján hafi verið rekinn úr starfi fyrir að spila ekki syni formanns knattspyrnudeildar Gróttu, formaður knattspyrnudeildar Gróttu í dag er Birgir Tjörvi Pétursson.

,,Það er eitthvað dularfullt í gangi þegar þeir sparka yngri flokka þjálfara í burtu í janúar, sem var að ná flottum árangri. Fjórum mánuðum áður en tímabilið byrjar, hann fékk bara stígvélið. Án skýringa,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Dr. Football.

Birgir og Grótta hafa verið að vinna gott starf síðustu ár en ástæðan samkvæmt Kristjáni, er að Kristján Daði spilaði ekki syni formannsins.

,,Engan uppsagnarfrest greiddan, þetta er að enda í hörku. Gróa frænka hvíslaði því að mér, ástæðan fyrir því að drengurinn var látinn fara. Er að hann spilaði ekki syni formannsins í A-liði. Beint rautt í rassvasann.“

Kristján Daði var að þjálfa nokkra flokka hjá Gróttu og hafði gert síðustu ár.

,,Hann átti fyrst bara að hætta með fjórða flokkinn þar sem sonur formannsins var, lögfræðingar komnir í málið. Ég öfunda drenginn ekki, að vera í svona stöðu. Að vera að þjálfa börn stjórnarmanna og þurfa að taka erfiðar ákvarðanir.“

Samkvæmt Kristjáni heldur Grótta því fram að Kristján Daði hafi brotið af sér í starfi.

,,Hrútskýringar frá Gróttu, eru að hann brotið samning. Eina skýringin er að hann hafi ekki valið rétta menn í A-liðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Meiddist á fyrstu æfingu eftir að hafa fengið félagaskiptin í gegn

Meiddist á fyrstu æfingu eftir að hafa fengið félagaskiptin í gegn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvar ætlar Arteta að nota Eze? – Tvær mögulegar útgáfur

Hvar ætlar Arteta að nota Eze? – Tvær mögulegar útgáfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Frederik Schram hefur jafnað sig af meiðslum og æfði á Laugardalsvelli í dag

Frederik Schram hefur jafnað sig af meiðslum og æfði á Laugardalsvelli í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Setti sig í samband við Gyokeres eftir erfiða fyrstu umferð – Segist hafa upplifað sig í sömu sporum

Setti sig í samband við Gyokeres eftir erfiða fyrstu umferð – Segist hafa upplifað sig í sömu sporum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ungur karlmaður lést fyrir framan móður sína – Átti að byrja í nýrri vinnu daginn eftir

Ungur karlmaður lést fyrir framan móður sína – Átti að byrja í nýrri vinnu daginn eftir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína