Það er enn spilað í einni deild í Evrópu en það er efsta deild Hvíta-Rússlands sem lætur kórónaveiruna ekki stöðva sig.
Alexander Hleb er á meðal leikmanna deildarinnar en hann er fyrrum stjarna Arsenal og Barcelona.
Hleb segir að allir séu nú að fylgjast með þeirri deild og grínast með að stórstjörnur gætu verið á leiðinni.
,,Allur heimurinn er nú að horfa á deildina í Hvíta-Rússlandi, Allir ættu að kveikja á sjónvarpinu og horfa,“ sagði Hleb.
,,Þegar NHL lokaði þá fóru margir leikmenn til Rússlands til að spila. Kannski koma Lionel Messi og Cristiano Ronaldo til okkar til að halda áfram?“
,,Þetta er eini staðurinn í Evrópu sem þú getur spilað. Þá getur fólk landsins allavegana verið ánægt.“