Massimo Cellino, eiganda Brescia, er ‘drullusama, um hvort Serie A verði kláruð á tímabilinu eftir útbreiðslu kórónaveirunnar.
Serie A hefur verið stöðvuð eins og aðrar deildir en titilbaráttan er mjög spennandi og er óvíst hvert framhaldið verður.
,,Ég fæ fleiri fréttir frá Brescia og þær eru ótrúlegar. Þetta er að brjóta í mér hjartað,“ sagði Cellino.
,,Það eiga allir foreldra, fjölskyldu og vini sem eru að deyja á hverjum degi en þau þurfa að gera það hljóðlega.“
,,Fólk vill bara einn hlut og það er að byrja að vinna á ný og lifa lífinu. Þið viljið að ég tali um titilinn?“
,,Mér er drullusama, ég óttast það að yfirgefa húsið. Ég er að verða þunglyndur.“