Fernando Torres átti frábæran feril sem stóð hæst hjá Atletico Madrid og Liverpool, Torres lagði svo skóna á hilluna á síðustu leiktíð.
Torres hefur valið draumalið af ferli sínum sem er afar öflugt.
Þar má finna samherja frá Liverpool, Atletico Madrid og spænska landsliðinu.
Steven Gerrard er á miðsvæðinu ásamt Xabi Alonso, Xavi og Javier Mascherano, einkar öflug miðja.