Barcelona hefur áhuga á að kaupa miðvörðinn, Aymeric Laporte frá Manchester City í sumar. Spænskir miðlar segja frá.
Laporte hefur verið í rúm tvö ár hjá City og stimplað sig hressilega inn.
Varnarmaðurinn lék áður með Athletic Bilbao en hann er frá Frakklandi. Börsungar telja hann styrkja vörn sína mikið.
Á sama tíma segja spænskir miðlar að Barcelona vilji selja Antoine Griezmann á 100 milljónir evra í sumar, ári eftir að hafa keypt hann frá Atletico Madrid.
Griezmann hefur ekki staðið undir væntingum en Barcelona vill reyna að fá Neymar aftur til félagsins.