fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Gríðarlega umdeildur og vann á stærsta sviðinu: Kínverjar með bestu óléttuvörnina – ,,Konurnar þarna eru svo ljótar“

433
Sunnudaginn 22. mars 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Ron Atkinson er nafn sem margir knattspyrnuaðdáendur kannast við en hann er fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United.

Atkinson þjálfaði lið United frá 1981 til 1986 áður en hinn goðsagnarkenndi Sir Alex Ferguson tók við.

Atkinson fæddist árið 1939 í Liverpool borg en hann þjálfaði fleri lið á ferlinum og má nefna West Bromwich Albion, Atletico Madrid, Aston Villa og Nottingham Forest.

Eftir að hafa lagt þjálfarabókina á hilluna reyndi Atkinson fyrir sér í sjónvarpi og starfaði fyrir stöðina ITV Sport.

Hann sá um að fjalla um knattspyrnuleiki og lýsti leikjum í beinni útsendingu ásamt Clive Tyldesley og þóttu þeir ná vel saman.

Árið 2004 komst Atkinson svo í fréttirnar er hann lýsti leik Chelsea og Monaco í Meistaradeild Evrópu.

Atkinson var ekki hrifinn af frammistöðu og líkamstjáningu varnarmannsins Marcel Desailly í leiknum en hann lék með Chelsea og var um tíma fyrirliði liðsins.

,,Hann, Desailly er það sem er þekkt í skólum landsins sem latur og þykkur negri,“ sagði Atkinson í beinni útsendingu.

Að vonum fengu þessi ummæli gríðarlega hörð viðbrögð og stuttu seinna hafði Atkinson sagt af sér.

Margir segja að honum hafi tekist að eyðileggja eigið orðspor með hegðun sinni utan vallar en sama ár sagði hann óviðeigandi hluti um Kínverja fyrir utan Hillsborough völlinn.

,,Kínverjarnir eru með bestu óléttuvörn heims – ég skil ekki af hverju þeir eru svona margir því konurnar þarna eru svo ljótar,“ voru ummælin sem Atkinson lét falla.

Carlton Palmer, fyrrum leikmaður Atkinson hjá Sheffield Wednesday, kom þó vini sínum til varnar og þvertók fyrir það að hann væri kynþáttahatari.

,,Ég er svartur og ég sit hérna og mun verja heiður Big Ron. Ekki bara því hann er vinur minn því ég veit einnig hvernig manneskja hann er,“ sagði Palmer.

,,Ef við ætlum að taka á kynþáttahatri þá skulum við horfa á mikilvægari hluti en þetta, ekki ummæli sem voru ekki meint á þann hátt.“

Atkinson sagðist sjálfur mikið sjá eftir þessum ummælum en í þættinum Celebrity Big Brother árið 2013 lét hann önnur rasísk ummæli falla um múslima.

,,Til þeirra sem ég móðgaði og þá sérstaklega Marcel Desailly, ég biðst afsökunar á þessum ummælum,“ sagði Atkinson eftir uppsagnarbréfið árið 2004.

,,Þetta var ekki gert viljandi en það er leiðinlegt að ég hafi látið þetta út úr mér. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég hafði sagt.“

,,Ég hef unnið með fleiri svörtum leikmönnum en nokkur annar þjálfari í heiminum og tel mig geta fullyrt það að enginn hafi heyrt mig segja þessa hluti áður.“

Orðspor Atkinson skemmdist þó töluvert eftir þetta umdeilda ár og er oft deilt um hvort hann hafi verið rasisti, eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fara fram á gjaldþrot

Fara fram á gjaldþrot
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íhugar að heimsækja Trent til að segja honum hvað hann þarf að bæta

Íhugar að heimsækja Trent til að segja honum hvað hann þarf að bæta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líkur á að frúin sé pirruð – Þetta var afmæliskveðjan sem hún fékk

Líkur á að frúin sé pirruð – Þetta var afmæliskveðjan sem hún fékk
433Sport
Í gær

United fær að vita verðmiðann á miðjumanni sem félagið skoðar fyrir janúar

United fær að vita verðmiðann á miðjumanni sem félagið skoðar fyrir janúar
433Sport
Í gær

Ancelotti tók undrabarn Chelsea á beinið fyrir framan alla

Ancelotti tók undrabarn Chelsea á beinið fyrir framan alla