Manchester United virðist hafa ákveðið það að selja Paul Pogba í sumar, þetta halda ensk götublöð fram í dag.
Pogba er sagður hafa áhuga á því að vera áfram, eftir að hafa verið með læti í rúmt ár vill hann endurskoða hlutina.
Ef marka má ensk blöð hefur United hins vegar tekið ákvörðun um að reyna að selja hann. Lætin sem fylgja honum og Mino Raiola trufla leikmannahóp liðsins.
United ætlar að sætta sig við 100 milljónir punda í sumar sem er 50 milljónum pundum minna en fyrir ári síðan.
Pogba hefur litið spilað í ár vegna meiðsla en Juventus og Real Madrid eru nefnd til sögunnar.