fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Stjarna Chelsea hunsaði það að vera í sóttkví og fór út á meðal almennings

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. mars 2020 09:00

Willian í leik með Chelsea.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Masoun Mount, leikmaður Chelsea hafði ekki þolinmæði til að vera í sóttkví og fór út á meðal almennings.

Callum Hudson-Odoi, liðsfélagi Mount greindist með kórónuveiruna seint í síðustu viku og áttu leikmenn Chelsea að fara í viku sóttkví.

Mount var hins vegar mættur út á meðal almennings í gær er hann fór í fótbolta með vinum sínum í London, einnig var Declan Rice leikmaður West Ham með. Hann og Mount eru æskuvinir.

Ekki var leikið í ensku úrvalsdeildinni vegna veirunnar um helgina og því fóru þeir félagar í fótbolta.

Það er hins vegar litið á það alvarlegum augum þegar fólk fer ekki eftir þeim tilmælum að vera í sóttkví, enda veiran að breiðast hratt út og hafa meira en 6 þúsund látið lífið.

Ljóst er að Mount verður refsað af Chelsea fyrir þessa hegðun, öllum leikmönnum var skipað að vera í viku sóttkví.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Móðir Rabiot stígur inn eftir að sonur hennar var settur til hliðar eftir slagsmál – Minnir á að Greenwood lamdi unnustu sína

Móðir Rabiot stígur inn eftir að sonur hennar var settur til hliðar eftir slagsmál – Minnir á að Greenwood lamdi unnustu sína
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Undirbúa sig undir rosalegt tilboð frá Liverpool en vilja meira

Undirbúa sig undir rosalegt tilboð frá Liverpool en vilja meira
433Sport
Í gær

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Í gær

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa