Grunur leikur á um að leikmenn Leicester séu smitaðir af kórónuveirunni. Brendan Rodgers staðfesti þetta.
Þrír leikmenn hjá Leicester hafa verið með einkenni og sá fyrsti fór í sóttkví í vikunni.
,,Við höfum verið með nokkra leikmenn með einkenni, við höfum fylgt öllum fyrirmælum og þeir hafa ekki verið í kringum hópinn,“ sagði Rodgers.
Ef einhver sýni komi til baka jákvæð, verður leikur þessa Leicester um helgina blásinn af. Búast má við að enska úrvalsdeildin þurfi að taka ákvörðun um framhaldið í dag.
Búið er að fresta leikjum á Spáni, Ítalíu og í fleiri löndum og búist er við að UEFA banni alla leiki í Meistara og Evrópudeild.
Brendan Rodgers: „We’ve had a few players that have shown symptoms and signs (of coronavirus). We’ve followed procedures and (as a precaution) they have been kept away from the squad.“ pic.twitter.com/KZDXeRgzhT
— Leicester City (@LCFC) March 12, 2020