Roma getur ekki mætt í leik liðsins gegn Sevilla á morgun í Evrópudeildinni vegna kórónuveirunnar.
Yfirvöld á Spáni neituðu að gefa leyfi á það að flugvél liðsins myndi lenda á Spáni, COVID-19 veiran herjar all hressilega á Ítalíu.
Spánverjar eru að glíma við mikil vandamál vegna veirunnar og vilja ekki fá farþega frá Ítalíu.
Óvíst er hvað gerist en Getafe frá Spáni neitar að ferðast til Ítalíu og mæta Inter þar á morgun. Félagið ætlar ekki að mæta og segist frekar tapa einvíginu.
Veiran er að hafa mikil áhrif á kappleiki um allan heim og óvissan er mikil.
🔴Breaking news: #ASRoma will not travel to Spain for the @EuropaLeague match against @SevillaFC_ENG after the plane from Italy was not authorised to land in Spain. More details from UEFA soon. pic.twitter.com/vnVmJLkeRC
— AS Roma English (@ASRomaEN) March 11, 2020